Back
Clear
Show/Hide Additional Details
×
Back
Filters List

Clear
}

Display My

News Image

Krakkarnir í Sumarfjöri Húnabyggðar ætla að bjóða eldri borgurum á kaffihús fimmtudaginn 10. júlí klukkan 13:30-15:00. Þau ætla að bjóða upp á alls konar góðgæti kaffi spjall og jafnvel taka í spil. Krakkarnir eru á aldrinum 6-12 ára og ætla þau að sjá um allan undirbúning sjálf. Eldri borgarar eru hvattir til að mæta og eiga góða samverustund með krökkunum. Kaffihúsið verður staðsett í matsal Húnaskóla og er ókeypis inn.

News Image

Kormákur Hvöt mætti Hetti/Huginn í 2. deildinni um helgina og voru væntingar um hagstæð úrslit miklar. Höttur/Huginn hafði ekki unnið nema einn leik í deildinni og var fyrir neðan Kormák Hvöt í töflunni. Leikurinn þróaðist á annan veg en menn vonuðust. Strax á 17. mínútu skoruðu gestirnir mark og sjö mínútum síðar höfðu þeir tvöfaldað forystuna. Staðan í hálfleik 0-2. Hvorki gekk né rak hjá heimamönnum að skora og á 67. mínútu skoruðu gestirnir sitt þriðja mark. Leikurinn fjaraði svo út og lokatölur á Blönduósvelli 0-3.

News Image

Dagskrá Húnavöku er klár en hátíðin verður haldin á Blönduósi í 22. sinn dagana 17.-21. júlí. Allir íbúar Húnabyggðar í þéttbýli og dreifbýli eru hvattir til að skreyta hús sín hátt og lágt fyrir hátíðina sem hefst klukkan 18 fimmtudaginn 17. júlí með götugrilli við Félagsheimilið á Blönduósi í boði Húnabyggðar og Kjarnafæðis. Nemendur árganga Húnavallaskóla og Grunnskóla Blönduóss 1965 1975 og 1985 eru hvattir til að heyrast mæta og standa grillvaktina. Allir eiga að taka með sér stóla og borð. Drykkir verða í boði Ölgerðarinnar og barinn opinn í Félagsheimilinu.

News Image

Á Íslandi eru Hinsegin dagar oftast haldnir hátíðlegir í ágúst. En í ár eins og undanfarin ár sjáum við regnbogafána birtast fyrr og víðar - um allt land og víða um heim. Opinberar samstöðuyfirlýsingar með hinsegin samfélögum verða sífellt sýnilegri. Þetta vekur endurteknar spurningar: Af hverju? Af hverju fögnum við Hinsegin dögum? Af hverju fögnum við fjölbreytileika í kynhneigð og kynvitund á svona sýnilegan hátt?