Back
Clear
Show/Hide Additional Details
×
Back
Filters List

Clear
}

Display My

News Image

Veðurstofan spáir versnandi veðri á landinu í kvöld og nótt með norðaustan hvassvirði og snjókomu og hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir landið allt. Skil nálgast úr suðri með hríðarveðri hvössum vindi og snjókomu og verða þau komin inn á syðsta hluta landsins seint í kvöld. Þau færast svo fljótlega yfir Austurland og Norðausturland og eftir hádegi færist vesta veðrið yfir á Norðurland vestra ef spár ganga eftir.

News Image

Það er hart að mega ekki kjósa eins og þessir karlar!!! segir Guðrún á Haukagili við Ingunni á Kornsá í þingbrekku á Sveinsstöðum. Þetta var góð kvenréttindaræða vitnar bókarhöfundur Eggert Ágúst Sverrisson í annan sögumann út Vatnsdal Ágúst Jónsson á Hofi. Og þykk er hún á sjöunda hundrað síður bókin hans Eggerts um langömmu sína Guðrúnu Margréti Þorsteinsdóttur mörg ættmenni að auki Vatnsdælinga og Vatnsnesinga bónorðsferð sem endaði vel þegar klárarnir týndust og þar birtast í formála viðbrögð Jóns Torfasonar sagnfræðings þegar hann fór að skoða handrit höfundar.

News Image

Líkt og fram kom í fréttum Húnahornsins í gær hefur Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra úthlutað styrkjum til fjölmargra verkefna fyrir árið 2025. Á meðal styrkhafa í Húnavatnssýslum má nefna að Selasetur Íslands fékk úthlutað rúmum þremur milljónum króna til verkefnis um að setja upp selaskoðun í sýndarveruleika á Selasetrinu á Hvammstanga. Verkefnið er liður í að bjóða upp á sjálfbæra útgáfu af selaskoðun og dreifa þannig álagi í selaskoðun og minnka áreiti á viðkvæma selastofna Íslands. Á sama tíma að bæta aðgengi þeirra hópa sem eiga erfitt með að stunda selaskoðun.

News Image

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur óskað eftir fundi með innviðaráðuneytinu og Fjarskiptastofu til þess að ræða stöðu fjarskiptamála á Skagaströnd. Eins og sagt hefur verið frá í fréttum rofnaði allt fjarskipasamband við Skagaströnd í gær og er það í þriðja skiptið sem það gerist á rúmu ári. Skagaströnd er á meðal 15 sveitarfélaga á Íslandi sem eru eintengd með ljósleiðarastofnstreng við fjarskiptakerfi landsins. Það þýðir að ef sá ljósleiðarastrengur rofnar þá rofnar allt samband við umheiminn.

News Image

Allt síma- og netsamband lá niðri á Skagaströnd frá miðnætti og fram undir morgun og er þetta í þriðja skiptið á rúmu ári sem ljósleiðarastrengur fer í sundur í leysingum en strengurinn liggur í gegnum á. Bráðabirgðaviðgerð var gerð á strengnum í sams konar bilun í desember og þá hann lagður milli tveggja staura yfir ána þar sem ekki var unnt að plægja hann þar vegna frosts. Í hlýindum síðustu daga safnaðist klaki meðfram ánni sem að endingu tók annan staurinn með sér niður.

News Image

Nú er hafin vinna við öflun og undirbúning efnis í næsta Húnavökurit sem á að koma út í maí. Efni í ritið þarf að berast til ritnefndar sem fyrst og eigi síðar en 9. febrúar.

News Image

Alls fengu 63 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra brautargengi en samtals var úthlutað 60 milljónum króna. Á sviði atvinnuþróunar- og nýsköpunar fengu tólf umsóknir styrk að fjárhæð samtals 30 milljónir og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 51 umsókn að fjárhæð 30 milljónir króna samtals.

News Image

Í kvöld og annað kvöld verður umhverfismatsskýrsla Holtavörðuheiðarlínu 3 kynnt í Húnaþingi annars vegar í Krúttinu á Blönduósi og hins vegar á Hótel Laugarbakka. Kynningin hefst klukkan 19:30 bæði kvöldin. Opin hús verða með þeim hætti að fólk kemur og kynnir sér skýrsluna niðurstöður matsins og starfsfólk Landsnets og VSỎ verður á staðnum til að veita nánari upplýsingar um umhverfismatið.

News Image

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörnun fyrir Strandir og Norðurland vestra sem tekur gildi um klukkan 22 í kvöld og varir fram undir morgun. Spáð er suðvestan 13-20 m/s og vindhviðum sem geta náð yfir 35 m/s við fjöll. Skapast geta varasamar aðstæður fyrir ökutæki sérílagi þau sem eru viðkvæm fyrir vindi.

News Image

Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er haldið í Kópavogi og samhliða því er heil vika af spennandi viðburðum með mismunandi áherslum. Þar er meðal annars rætt um tækniþróun ráðstefnur sjálfbærni og auðvitað markaðssetningu.

News Image

Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga veitti á dögunum verkefninu „Vatnsdæla á refli styrk að fjárhæð 2 milljónir en alls veitti sjóðurinn styrkjum til 23 verkefna. Verkefnið „Vatnsdæla á refli á sér liðlega 13 ára sögu en það var árið 2011 sem fyrstu sporin voru tekin í hinn 46 metra langa refil sem sýnir okkur Vatnsdælasögu í refilsaumi.

News Image

Unglingadeild á vegum Björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi hefur verið komið á laggirnar og er fyrirhugað að hittast vikulega í vetur í húsnæði sveitarinnar á Miðholti. Fyrsti fundur var haldinn í síðustu viku og voru þar mættir 23 flottir og áhugasamir unglingar ásamt félögum í björgunarfélaginu.

News Image

Líkt og undanfarin ár hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út árlegan kostnað við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni á flestum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli. Nú er komin út skýrsla um orkukostnað heimila miðað við gjaldskrár 1. september 2024. Alls eru 92 byggðakjarnar í greiningunni þar á meðal Hvammstangi Blönduós og Skagaströnd og ná tölur fyrir þá aftur til ársins 2014. Samhliða skýrslunni kemur út mælaborð þar sem hægt er að skoða orkukostnað í byggðakjörnum á Íslandskorti skoða raforku- og húshitunarkostnað sér og bæta við útreikningi fyrir varmadælu fyrir staði með beina rafhitun.